Meginmarkmið með námi í múraraiðn er að nemendur hafi skilning, þekkingu

og færni til að annast grunngröft og sprengingar, alla steypuvinnu, þ.e. blöndun,

niðurlögn og eftirmeðhöndlun steinsteypu, hvers konar hleðslu bygginga og

mannvirkja, alls kyns múrhúðun, lagningar í gólf og gólfaslípun, lagningar og

festingar flísa og náttúrusteins, alla járnalögn svo og einangrun undir múrvinnu.

Jafnframt þurfa þeir að kunna góð skil á steyptum einingahúsum, steinhleðslu

og steinlögn inni og úti ásamt múr-, steypu- og flísaviðgerðum og múrkerfum

inni og úti.

Að loknu sérnámi í múraraiðn skal nemandi

o þekkja til vinnu við jarðvegsfyllingar í mannvirkjagrunnum

o geta lagt steypustyrktarjárn og bendinet í steinsteypuvirki

o kunna góð skil á blöndun og niðurlagningu steinsteypu

o þekkja hleðslu úr hleðslusteini og gerð plastkubbahúsa

o geta hlaðið úr milliveggjaplötum, milliveggjaeiningum og glersteini

o hafa vald á múr- og þunnhúðun veggja og lofta innanhúss og utan

o geta lagt í gólf og stiga bæði hefðbundna gólfaílögn og terrassólögn

o kunna lagningu flísa, mósaiks og náttúrusteins innanhúss og utan

o geta hengt upp og fest flísar og náttúrustein á veggi og þök

o kunna skil á hleðslu opinna og lokaðra eldstæða

o geta metið og gert við múr- og steypuskemmdir

o þekkja framleiðslu og uppsetningu forsteyptra húseininga

o þekkja áraunir á einstaka byggingarhluta og tæknilegar útfærslur þeirra